23.11.2008 | 18:19
Flott helgi
Ég er snillingur í að hafa nóg að gera. Þessi helgi var ekkert öðruvísi með það. Föstudagurinn var annasamur fór í Pallaleikfimi hjá Valdísi, hún sko klikkar ekki alltaf frábært hjá henni. Brunaði svo til Keflavíkur á Codafund sem var mjög góður. Kíkti svo á Þórhall og fjölskyldu. Alltaf gaman að kíkja á þau. Nú er Þórhallur orðinn alskeggjaður smá breyting hehe. Eftir að hafa fengið Lasanja namminamm og skemmtilegt spjall fór ég til Grindavíkur til Öddu mákonu og gisti þar. Við Adda fórum að spila ótukt og hafði hún betur 3-2 en ég hafði svo betur morguninn eftir þá vann ég hana 3-1 liggaliggalái. Svo var afmæli hjá Ólöfu hún Jódís er orðin 11 ára. hér er mynd af henni og Heiðrúnu að baka köku fyrir afmælið.
vá hvað tíminn er fljótur að líða. Þar var öll ættin og svo fólkið hans Palla. Gaman að sjá og spjalla. Skemmtileg stund. Ólöf og co takk fyrir mig.
Svo var stefnan tekin á Kópavog því mér var boðið í matarboð til Jóa Egils svo kom það í ljós að þetta var síðbúin afmælisveisla en Jói átti afmæli 24 okt. og var loksins að halda upp á það
en betra er að halda það seint en að sleppa því. Takk Jói minn þetta var æðisleg stund. Skemmtilegt fólk. Maður þarf að gera meira af svona. Bjóða í mat og eiga góðar stundir með skemmtilegu fólki.
Sunnudagurinn var kaldur en fallegur. Vaknaði snemma eins og venjulega en fór ekki út fyrr en rúmlega 11 fór þá í góðan göngutúr í Kópavogi og endaði í sundi. Fór svo á kaffihús og endaði í Íkea til að kaupa einn hilluskáp og svo nú er þetta allt að gerast trúlega hverfa allir kassar héðan og sjást ekki í bráð (vonandi ) .
Stjörnuspá

Athugasemdir
jamm -- takk fyrir síðast, ferlega gaman að hittast svona .....
Margrét M, 24.11.2008 kl. 16:09
Já þurfum endilega að gera þetta aftur eftir Jól.
Kristín Jóhannesdóttir, 25.11.2008 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.