21.11.2008 | 08:09
Fyrsti Flokkur
Vonandi hafið þið haft það eins gott og ég Ég er búin að vera að vinna of mikið og ekki verið tilbúin til að taka á vissum vandamálum hjá mér en svo í síðustu viku þegar ég fékk hálsbólgu og kvef þá var ekkert annað í stöðunni en að hægja á sér og takast á við þessi vandamál. T.d. minnka vinnuna sem ég er byrjuð á (fór bara tvisvar í þessari viku og ekkert um síðustu helgi
) sæki fundina mína samviskusamlega og rækta minn innri mann. Úllala og hvað gerist mér líður strax betur. Nú eins og sáli sagði ég á að setja mig í fyrsta flokk og segja við mig á hverjum degi þú átt ekkert nema það besta skilið
. Og það er bara alveg satt. Ég vaknaði snemma í morgun og fór aftur í rennibrautina í kópavogslaug kl. 6:45. Þarna er frábært fólk svo þetta var frábær stund. Njótið dagsins. Og Þórhallur til hamingju með afmælið í gær gamli minn.
Stjörnuspá

Athugasemdir
þú hefur gott af því að slaka aðeins á
Margrét M, 21.11.2008 kl. 10:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.