16.11.2008 | 17:23
Önnur frábær helgi
Nú er enn ein helgin að baki eftir nokkra klukkutíma Mikið búið að vera um að vera. Föstudagskveldið þá var hóf hjá Ásgeiri Sig. Vel var mætt og fengum við lambalæri að hætti Ara, Meiriháttar gott og veislan hin flottasta. Almar takk fyrir mig
Við skoðuðum myndir frá London ferðinni og svo var spjallað fram á nótt og takk fyrir gott kveld.
Laugardagurinn var meiriháttar líka. Byrjaði á að fara upp í nýju laugina í Hafnarfirði og þar var sundmót og voru tvær frænkur mínar að keppa þær Sunneva og Jódís. Jódís bætti sinn tíma baksundi en Sunneva vann 200 metra flugsund. Til hamingju stelpur Svo um kl. 12 fór ég og náði í Kristínu, Hólmfríði og Ásu systurnar frábæru
Við fórum heim og settum nammi í skál og biðum eftir Ólöfu og co. Svo var farið að spila Jungle speed og var þetta alveg frábært
Við spiluðum í rúma 3 klukkutíma en þá þurftu Ólöf og þau að fara. Takk fyrir daginn Ólöf, Jódís og Palli. Svo röltum við stelpurnar í búðina til að kaupa í matinn og svo komu Gulla og Anna María og voru með okkur (þær gistu )
svo lituðum við og spiluðum Trivial Pursuit til klukkan að ganga 12 þá keyrði ég systurnar heim. Setti inn myndband af Gullu Kíkið endilega á það hún er svo frábær.
Sunnudagurinn var öllu rólegri. Við bökuðum bananabrauð og spiluðum ótukt, svo skruppum við í Smárann. Anna hjálpaði mér að finna kjól og leggings því allt í einu mundi ég eftir því að ég átti gjafabréf sem var að verða svoldið gamalt hehe. Anna og Gulla takk fyrir helgina.
Stjörnuspá

Athugasemdir
nú nú bara pæja í nýjum kjól og alles
Margrét M, 17.11.2008 kl. 13:39
Já verður maður ekki að leyfa sér stundum. Ég hef líka minnkað um 2 númer
þannig að maður verður að verðlauna sig. Og svo var þetta jólagjöf. Borgar sig að eyða henni áður en það koma aftur jól.
Kristín Jóhannesdóttir, 18.11.2008 kl. 08:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.