Föstudagsmorgun

Hvað haldið þið að ég hafi verið að gera í morgun. Ég efast um að þið getið upp á réttu en það er lengi búið að vera að mana mig að mæta í Kópavogslaugina á föstudagsmorgni  því það væri svo gaman. Og loksins lét ég til leiðast(var mætt 06:35) og vááá hvað þetta var gaman. Byrjaði nú á því að synda 200m.   Nákvæmlega kl. 06:45 þá var farið í rennibrautina. Það voru 12 manneskjur á öllum aldri sem renndu sér og var metingur um hver gerði stærstu skvettuna. Svo var farið í gufu. Þetta er þræl skemmtilegt fólk þannig að ég mun mæta þarna næstu föstudaga. Gott að byrja daginn svona hehe. Nóg að gera hjá mér annars. Grillveisla hjá Ásg.Sig. í kveld. Hlakka til að skemmta mér með þeim annars er þetta kveðjupartý því við Gústi erum hætt. Njótið dagsins.  

 StjörnuspáNaut: Hver er sinnar gæfu smiður segir máltækið og það á við þig sem aðra. Fráskildir foreldrar ná hugsanlega samkomulagi hvað þetta varðar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

6:45 ... stefni á að vera rétt að fara vakna þá eftir korter , mikið ertu dugleg

Margrét M, 14.11.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Aprílrós

Segi það sama, dugleg ertu kona ;)

Aprílrós, 15.11.2008 kl. 04:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband