Smá fyrir svefninn.

Ég er búin að vera svakalega dugleg í dag og kvöld Wink Fór i Ikea og keypti mér eldhúsborð (pínulítið og krúttlegt), bókahillur og kommóðu Tounge Svo átti nú eftir að setja þetta allt saman. Jói fór á fund svo ekki var mikil hjálp í honum og ég er svo óþolinmóð að ég gat ekki beðið svo ég byrjaði Joyful Ég byrjaði á hillunum og gekk það bara vel en ég átti ekki borvél og ekki einu sinni hamar en ég átti þetta líka flotta skrúfjárn og nágranni minn lánaði mér hamar. Svo var hafist handa. Allt gekk eins og í sögu. Hillurnar tóku á sig mynd og úlla Flottustu hillur ever Grin þá réðist ég á eldhúsborðið það gæti nú ekki verið mikið mál sem það nú reyndar var ekki nema það var svo gott að gera þetta á rúminu mínu því það er svo hátt og þá þarf maður ekki að bogra hehe. En þegar ég ætlaði með það inn í eldhús þá komst það ekki í gegnum hurðina á svefnherberginu haaahaha ég þurfti að taka lappirnar reyndar bara tvær af til að koma því fram. Stundum getur maður verið svoldið fljótfær en ég skemmti mér ágætlega. Nú er bara eftir að smíða eins og eitt stk. kommóðu en það bíður til morguns nú ætla ég að skríða undir feldinn minnSleeping( hann er búin að vera úti á svölum í allt kvöld að viðrast W00t) ummm. Góða nótt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Dugleg  og til hamingju með áfangann. ég kannast við svona fljótfærni, framkvæmi stundum án þess að hugsa en allt endar vel að lokum. Eigðu ljúfan dag.

Aprílrós, 10.11.2008 kl. 07:21

2 Smámynd: Margrét M

gott að vera komin með betra eldhúsborð .., við verðum að að fara að skoða þetta hjá þér bráðum

Margrét M, 10.11.2008 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband