Góð helgi.

Ég er búin að átta mig á því (loksins ) að ég er að ofgera mér á vinnu hehe. En þetta fer allt að taka enda. Nýja starfstúlkan í Ásg.sig fer að geta séð um sig sjálf (vonandi). Ég er búin að eiga yndislega helgi og er einn dagur eftir Tounge. Datt inn til Möggu og Kidda á föstudagskveldið á mjög svo ókristilegum tíma þ.e. í kvöldmat og þau tóku ekki annað í mál en að ég borðaði með þeim. Takk fyrir mig þið eruð frábær. Laugardagsmorgun var ég komin upp í Heiðmörk fyrir hálf 10 og hljóp þar í rúman klukkutíma var svo mætt í vinnuna kl 1. Var ég þar til hálf 5 þá fór ég heim í bað og fór að gera mig fína fyrir ABBA sjóvið sem við fjórar flottar stelpur fórum á. Við byrjuðum á að fara til Villu og hún var búin að elda handa okkur lasanja og drukkum við hvítvín með. Villa takk fyrir mig maturinn var æðislegur. Svo fórum við á sjóvið sem var æðislegt. Skemmti mér konunglega. Dagurinn í dag þá ætla ég bara að vinna til svona 1 og þá fer ég á flakk að kaupa mér kommóðu og hillur því nú er komið að því að klára að koma sér fyrir. Nenni ekki að vera í þessu drasli lengur. Njótið dagsins.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er allt í lagi að taka tilfinningarnar með í reikninginn en útkoman getur reynst afleit ef þær eru einar um hituna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband