Mikið að gera

Vá það er svo mikið að gera hjá mér að ég gef mér ekki tíma til að vera heima hjá mér. Ég áttaði mig á því í morgun að alla þessa viku hef ég bara komið heim til að sofa, vakna og borða morgunmat og svo út, skipta um föt eða sturta mig. Þetta er einum of mikið en þetta verður aðeins skárra í komandi viku en helgin álíka skipulögð. En þetta er ekkert leiðinlegt það sem ég er að gera. Vinn náttúrulega eins og brjálæðingur er enn í tveimur vinnum. En svo var vinnustaðapartý á föstudagskveldið svaka stuð W00tmikið dansað og spjallað. Var reyndar komin heim fyrir miðnætti og komin á ról rúmlega 7 morguninn eftir. Í gærkveldi þá var hattapartý Wizardhjá Sóló og setti mín bastkörfu á kollin og skreytti hana með allskonar skrauti + dömubindi sem ég límdi aftan á hehe. En það voru fullt af flottum skrítnum höttum þarna. Þetta var rosalega gaman. Svo dansað villt frameftir kvöldi en ég var komin heim um eitt (alltaf svo stillt stelpa heheDevil) og fór fljótt að sofa. Vaknaði svo hress í morgun og bjó mér til amerískar pönnukökur mmmmmmmmm ekkert smá gott og hressandi eftir annasama daga LoL. Maður verður bara að passa sig á að vera duglegur að borða og sofa og hreyfa sig Cool þá getur maður allt. Elsku vinir njótið þess að vera til.

Stjörnuspá

NautNaut: Það er svo sem í lagi að treysta á sína nánustu tilfinningalega. Svo vilja allir í kringum þig vita hvað það er og taka þátt í spennunni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

mikið að gera hjá þér .. Amerískar pönnukökur ,, kæmi ekki niður nema einum bita í morgunmat pínu of sætt en verði þér að góðu

Margrét M, 2.11.2008 kl. 16:55

2 Smámynd: Aprílrós

;)

Aprílrós, 2.11.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband