26.10.2008 | 21:05
Sunnudagur
Ég vaknaði smá ryðguð eftir smá rauðvínsdrykkju í gærkveldi en var fljót að borða morgunmat og skella mér í göngugallan og koma mér af stað þvi ég ætlaði í göngu með Jóa Egils. Við fórum upp í Heiðmörk hjá Elliðavatni og gengum þar c.a. 12 kílómetra og tók það tæpa 2 tíma. Erfitt að ganga í snjó en svakalega gaman í góðum félagsskap. Síðan skelltum við okkur í sund og svo á kaffihús á eftir. Um 5 leitið fór ég til Villu og Gunna og buðu þau mér í mat alltaf eru þau höfðingjar heim að sækja. Fékk íslenskt lambakjöt mmmmmmmm gott. Takk fyrir mig.
Stjörnuspá Er í tölunni hans Jóa Munda og þar er ekki hægt að copera svo ég skrifa bara stjörnuspánna niður hún er svo frábær í dag.
NAUT. Þú hittir einhvern sem þú getur hlegið með, svo vertu viss um að fá símann hjá honum. Þú átt það skilið að einhverjum finnist þú alveg einstök.
Athugasemdir
innlitskvitt ;)
Aprílrós, 27.10.2008 kl. 01:18
þið eruð svaka duglegir göngugarpar
Margrét M, 27.10.2008 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.