19.10.2008 | 17:55
Halló Hafnarfjörður
Jæja þá er ég orðin Hafnfirðingur aftur Fyrir viku síðan þá gerði ég mér lítið fyrir og gerðist Hafnfirðingur aftur. Gulla geymd í þvottakörfu á meðan var verið að koma sér fyrir hehe.
Og er að koma mér fyrir í rólegheitum. Nóg að gera, vinn eins og brjálæðingur en slappa af inn á milli. Í gær fékk ég Gellurnar í súpu og var það æðislegt. Gellurnar mínar eru frábærar stelpur sem alltaf er gaman að umgangast. Síðan fékk ég Gullu litlu í heimsókn með mömmu sinni og átti nú amma að passa í smá stund. Við Gulla skruppum í Grindavík því langamma hafði ekki séð Gullu lengi. Þar heillaði hún alla upp úr skónum eins og henni er lagið því hún er flott stelpuskott.
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.