Að gefa sér tíma ...

Nú þarf ég að passa mig á að gefa mér tíma fyrir sjálfa mig þegar svona mikið er að gera, því þetta verður nú bara tímabundið, sem ég verð að vinna á tveim stöðum (vona það allavega). Hvað hentar mér? Ekki alltaf að hugsa hvað hentar öðrum því ég er vön því. Ef ég hefði ekki hreyfinguna og fundina mína þá væri ég illa stödd. Jæja tölum um eitthvað skemmtilegra hehe. Gunnþór eldri strákurinn minn var að taka formlega  við sveinsprófinu á föstudag fékk einhvern skjöld og skírteini. Maður er ekkert smá stoltur.

  Svo ætla ég að reyna að slappa svoldið af í dag nema skreppa smá hjólahring svo maður gleymi því ekki hvernig er að hjóla því nú fer hjólið í geymslu fram á næsta vor.

Stjörnuspá

NautNaut: Munnurinn þinn segir eitt og hegðun þín annað. Þú getur grætt heilmikið á því að lesa í hárfín skilaboðin sem fara á milli þín og ástvinanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

Til hamingju með strákinn ..

Margrét M, 29.9.2008 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband