Rok og rigning

Ég var búin að ákveða að fara í göngutúr í dag og ég lét sko ekki smá rok og rigningu skemma það. Jói Egils kom með mér og löbbuðum við í kringum Elliðavatn. Þetta var sko ekkert smá blautt og hressandi Smile maður var orðin vel blautur í lappirnar í restina þannig að ég stóðst ekki mátið og hoppaði í einn pollinn hehe ekkert smá gaman.

Nú fer ég að byrja í nýju vinnunni. Á morgun fer ég á námskeið fyrir hádegi og svo fer ég og kynnist aðeins fólkinu. Svo verð ég byrjuð alveg um miðja næstu viku. Verð samt áfram eitthvað á gamla staðnum að hjálpa strákunum. Mér finnst alltaf erfitt að byrja á nýjum stað enda ætlaði ég ekkert að skipta um vinnu en svona er þetta. Maður stjórnar ekki öllu. En þetta er áhugavert starf. Alltaf gaman að takast á við ný viðfangsefni samt.

Stjörnuspá

NautNaut: Þú þarft að vera í rólegu umhverfi svo þú getir hvílst fyrir annasama viku framundan. Innleiddu reglu sem bannar öskur á heimilinu. Aðdáandi eykur sjálfstraustið í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Gangi þér vel í nýju vinnunni. Ég byrjaði sjálf á nýjum stað í ágúst sl. ;)

Aprílrós, 16.9.2008 kl. 22:14

2 Smámynd: Margrét M

gangi þér ofsalega vel

Margrét M, 17.9.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þú eisar þetta eins og allt annað Kristín,ég á ekki von á öðru.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.9.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband