Kleinur

Ég var aldeilis í stuði í gær. Vaknaði rúmlega 7 og var komin út að hlaupa um 8 leitið Tounge Síðan eftir gott bað fór ég nú að hugsa hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur í dag hmmmmmm svo ég ákvað að baka í frystirinn og þar vantaði kleinur. Svo þegar ég lít í frystirinn þá sé ég þar skúffuköku sem hefði þurft að borða þannig að ég sendi skilaboð á systur mínar og mágkonu um að það væru kleinur og skúffukaka á borðum svo fannst mér það ekki nóg þannig að Beta og Hafsteinn fengu líka boð Wink Svo fór ég  að hnoða og hnoða og þegar ég var búin að fletja út og snúa og allt þá lít ég í kringum mig úpps, ég hafði bakaði fyrir allan veturinn hehe. Þegar upp var staðið og búið að éta yfir hundrað kleinur þá átti ég samt yfir 300 stk eftir. En þetta varð skemmtilegur dagur Tounge fullt af fólki og ekki má gleyma draugastráknum mínum sem er allur að koma til Happy     Svo kom Úlli í heimsókn um kveldið og þá hófust nú fjörugar umræður. W00t

Stjörnuspá

NautNaut: Viðureignin hefur margar lotur og stigin eru ekki talin fyrr en bjallan glymur í síðasta sinn. Gefðu þér einkunn jafnóðum. Sjálfsmat skiptir meira máli en skoðanir annarra.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

ummmm heimabakaðar kleinur eru svo góðar. Dugleg ertu að baka kleinur.

Aprílrós, 15.9.2008 kl. 20:37

2 Smámynd: Margrét M

dugleg þú  

Margrét M, 16.9.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband