2.9.2008 | 21:58
Draugagangur
Sonur minn býr í Grindavík í húsi sem heitir Garðhús. Hann hefur alltaf verið frekar næmur fyrir því sem stundum er erfitt að útskýra
Þegar hann var snáði þá gekk svo mikið á þar sem við bjuggum í Breiðholti að við urðum að flytja þaðan til að drengurinn gæti sofið og öðlast hugarró. Núna er þetta allt byrjað aftur og er Garðhús líka frekar gamalt hús og einhverjir hafa nú talað um að þar sé draugagangur. Jói hefur lítið sofið síðustu vikur og er nú heima hjá mömmu sinni að hvíla sig. Svo er spurning hvernig maður tekur á þessu. Hvernig á að reka svona á brott. Það er fátt um svör.

Athugasemdir
hafa samband við sálarransóknarfélag suðurnesja .. þau hjálpa honum strax .. það var allavega þannig að það var brugðist skjótt við --- ekki endilega þörf á að fá einhvern á staðinn --- ég hafði samband eitt sinn fyrir frænku mína í Bandaríkjunum ( get sagt þér frá af hverju annarstaðar en hér ) en henni var hjálpað strax og þó var vandamálið mikið
Margrét M, 4.9.2008 kl. 10:58
Takk Magga
Ég hringdi strax í þá og þeir komu með frábær svör. Takk takk
Kristín Jóhannesdóttir, 4.9.2008 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.