Útilega

Þetta land er frábært. Við fórum í hávaðaroki af stað á föstudag og fórum í Laugarás og viti menn það var ekki rok þar. Þar vorum við í frábæru veðri og skemmtum okkur konunglega. Hafsteinn og Beta voru með okkur og svo bættust Anna María og Gunnþór á laugardeginum með Gullu litlu.  IMG_5335  Hún er svo mikið krútt Wink Strákarnir þurftu nú aðeins að vesenast í Markísunni og Beta fór að leika sér með Gullu. Setti hana á háhest og fór að skoppa með hana um túnið. Stelpunni þótti þetta nú ekki leiðinlegt og ákvað að borga fyrir sig hehe. Hún gerði sér lítið fyrir og ældi á kollinn hennar Betu Devil .Svo verður maður svangur og fær sér papriku.   IMG_5342 Um kvöldið fór að fara fiðringur um liðið og ákváðum við að kíkja á Harmonikkuball sem var þarna á staðnum Wink Alltaf gaman að dansa. Þarna var hún Inga hans Kidda pabba strákana og skemmtum við okkur öll konunglega. Frábær helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aprílrós

Það er alltaf gott í Laugarás. ;)

Aprílrós, 1.9.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Margrét M

fínn staður þarna

Margrét M, 2.9.2008 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband