Mikið að gera

Mikið hefur verið um að vera allan ágúst og ekki er neitt lát á því. Nú þann 6 ágúst þá átti Gulla sonardóttir mín sinn fyrsta afmælisdag (mikið ofboðslega er tíminn fljótur að líða) og hér kemur mynd af feðginunum. Var það stór stund að blása á kertin hehe. IMG_5226

Síðan tók nú vinnan við aftur og er mikið spáð í spilin þar um framhald og svoleiðis. Ekki veit maður hvað verður og fer að líta í kringum sig fljótlega. Um helgina erum við búin að vera á Blönduósi og Skagaströnd i frábæru veðri. Fórum með Hafsteini og Betu og þau tóku Reynir vin sinn með sér. Þetta  var í alla staði frábær helgi. Það var Kántrí hátíð á Skagaströnd og þemað hjá Gunna, Reyni og Hafsteini voru hattar og voru þeir flottir með hattana sína ToungeIMG_5265Svo var það hann Silli sem fékk smá sýningu frá Betu við góðar undirtektir nærstaddra en Silli reyndi eins og hann gat að þykja þetta ekkert skemmtilegt en gekk ekki nógu vel Devil.

Svo datt Villu í hug að skreppa til Danmerkur þann 18 ágúst að sækja stelpuna sína og vildi endilega fá mig með og ég ætla bara að skella mér. Förum í fyrramálið og komum aftur á föstudagskveld.

  

Stjörnuspá

NautNaut: Kannski mistúlkar þú merkin sem ný manneskja sendir þér, og niðurstöðurnar eru fyndnar. Í kvöld verður auðvelt að sjá hverjum líkar við þig og hvernig.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Til lukku með barnabarnið og alt

Kristberg Snjólfsson, 22.8.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband