Laugavegurinn

IMG_49711 til 5 ágúst þá gegnum við Laugaveginn nokkur saman. Vorum við 5 þ.e. ég Kristín, Villa, Gunni, Sigrún og Silja. Lögðum við af stað frá BSÍ rúmlega hálf 9 og lá nú leið okkar í Landmannalaugar þar sem við ætluðum að hefja gönguna Wink. Vorum líka í þessari flottu rútu eða þannig, við höfum aldrei kynnst öðru eins. Í Ártúnsbrekkunni þá vorum við strax orðin smeyk um að hún myndi bara velta. Við höfum grun um að flestir demparar væru bilaðir og gírkassinn alveg að fara eins og söng mikið í honum og svo þegar malbikið endaði þá voru allskonar dynkir og læti að við yrðum ekki hissa þótt hún myndi tapa hjólastellinu undan bílnum. En eftir mörg svitaköst þá komumst við nú á leiðarenda hehe. IMG_4975

Við fórum að gera okkur tilbúin, klára að gera pokana klára og fá okkur aðeins að borða áður en við legðum af stað. Átti ég smá afganga frá því kveldinu áður kótelettur í raspi sem ég bauð mannskapnum og var mikið gott að snæða þetta því ekki vildi ég bera svona mikið magn. Um 2 leitið var lagt af stað og gengið inn í aðra veröld. Ég hefði ekki trúað þessu þótt mér væri sagt frá þessu en þetta er annar heimur. Þarna er svo fallegt, litirnir í fjöllunum er svo margbreytilegur og ALLT. Veðrið var mjög gott, sól annaslagið og smá gola. Við vorum komin í Hrafntinnusker rétt um 5 og skráðum okkur inn og komum okkur fyrir og fórum svo út aftur og leituðum uppi heita lind sem við ætluðum að skola lúna fætur í. Þegar við komum að lindinni þá kemur í ljós að í henni er ber kona hehe. Gunni fór nú smá hjá sér og fyrir kurteisi sakir þá snýr hann sér undan þegar hún fór upp úr og fór að þurrka sér með handklæði á stærð við frímerki.  Það var nú notalegt að dýfa tánum ofaní eftir fyrsta göngudaginn. Svo átum við nestið okkar og spjölluðum og spiluðum þar til við lögðumst til svefns um hálf 10 allir frekar þreyttir því flestir fóru seint að sofa og vöknuðu snemma Tounge IMG_5041

Dagur 2 var yndislegur dagur ekki skýhnoðri á himni og logn. Við vorum komin frammúr rúmlega 7 og fórum að gera okkur klár í rólegheitum og rétt fyrir 9 vorum við lögð af stað. Og ekki tók lakara landslag við en deginum áður. Vááá mar. Ég get bara ekki líst því hvað þetta er fallegt. Þetta er eins og að labba um í málverki af flottustu gerð. Fundum þarna íshellir sem við gátum gengið í gegnum. IMG_5080Stoppuðum reglulega til að taka myndir og fá okkur snarl og nesti. Svo um 2 leitið þá vorum við komin í Álftavatn. Gunni var með veiðistöng og hugsaði sér gott til glóðarinnar. Átti líka þessu flottu beitu (maísbaunir) Devil nú skyldu sko fiskarnir vara sig. Eftir að hafa hvílt sig í rúman klukkutíma þá töltum við af stað. Þegar við komum á staðinn þá var þar ung stúlka sem var búin að fá nokkra fiska og notaði hún rækju sem beitu Angry og Gunni greyið fékk ekki neitt og tölti í skálann með skottið milli fótanna ákvað að fara aftur eftir matinn og þá skildi sko taka á því Cool Og svo þegar við vorum að verða búin að borða þá birtust systir Villu Anna María og maðurinn hennar Andrés á sínum fjallabíl.  En nú var Gunni orðinn óþolinmóður og eftir góðan millitekk og viskísnafs frá Andrési þá var stefnan tekinn á Vatnið. Vopnaður veiðistöng og maísbaunum fóru allir nema Sigrún og Silja (þær höfðu það kósí í skálanum) fullt af sætum strákum nýkomnir Happy. Nú byrjaði sko stuðið Gunni var varla búin að sleppa önglinum þegar fiskur beit á og næstu 10 mínúturnar þá voru hann og Andrés búnir að landa 12 fiskum (þeir veiddu til skiptis) og Stína rotari sá um að þeir sprikluðu ekki aftur í vatnið. Nú var nóg komið og við töltum með aflann glöð í bragði því við ætluðum sko að fara að grilla sem við og gerðum. Mikið var þetta nú góður silungur þótt hann væri ekkert voðalega stór Tounge Svo var skriðið undir feld þegar klukkan var langt gengin í 10. En við vorum ræst rúmlega 12 því það var björgunarsveitarmaður í skálanum og var hann kallaður út því það var komin þoka og maður og nokkrar konur skiluðu sér ekki á réttum tíma. Konurnar komust svo sjálfar í skála en maðurinn var illa villtur og kaldur þegar hann fannst en allt fór vel. En við sofnuðum fljótt aftur eftir að kyrrt varð aftur í skálanum.

Dagur 3 Var nú smá þoka en þurrt. Anna María og Andrés buðust til að skutla dótinu okkar nema nesti dagsins í Emstrur sem við þáðum og vorum létt á okkur þennan daginn. Mikill sandur er á þessari leið en ekki fannst mér hann neitt erfiður. Nú var Gunni kominn með stafi og fannst honum það muna miklu Grin Andrés hafði lánað honum. Ein á þurftum við að vaða en það var bara gaman Tounge Ekki sást nú mikið í fjöllin fyrir þoku en þarna er mjög svo fallegt eins og allt þarna. Við vorum komin um 2 leitið í skálann hjá Emstrum og þar var svo yndislegt fólk sem aðstoðaði mig um rafmagn til að geta hlaðið myndavélina mína sem hafði gefist upp deginum áður FrownIMG_5102 

Dagur 4 var blautur. Gunni og Villa vöknuðu blaut því þau höfðu verið í tjaldi þessa nótt Angry En þetta yndislega fólk lét það nú ekki eyðileggja góða skapið. Og enn töltum við af stað. Það rigndi nú svoldið á okkur fyrripartinn en fór svo að stytta upp um hálf 12. Við stoppuðum og fengum okkur nesti og settumst niður og akkúrat á þeim tíma lét sólin sjá sig bara til að sjá til þess að við myndum borða vel. Þarna var mikill gróður því við vorum að nálgast Þórsmörk. Og eins og ég hef áður sagt og held því áfram þetta er svooooo fallegt landsvæði. Þarna var ein stór á sem við þurftum að fara yfir og hún var svoldið erfið eða frekar köld og sendin hefði betur verið í sokkum í sandölunum. En svo komum við í Húsadal og byrjuðum á að fá okkur súpu og brauð. Við höfðum leigt okkur lítið hús sem við ætluðum að gista í, höfðum látið senda okkur dót og mat. Við skelltum okkur í sturtu og sauna sem var mjög svo þægilegt eftir allar göngurnar. Ég, Sigrún og Silja kíktum í sönghellin og þá fór að rigna og við vorum þar í rúman hálftíma þá gáfumst við upp á að bíða eftir að það stytti upp. Drifum okkur í bústaðinn og fengum okkur hvítvín. Grilluðum læri, steiktum sveppi sem við höfðum tínt (Sigrún passaði upp á að þeir væru í lagi). Þetta var yndisleg stund. Frábær matur, frábær félagskapur. Fengum fótanudd, það var spákona á staðnum. Hvað getur maður haft það betra hehe. IMG_5130

Þessi helgi fer seint úr mínu minni. Þetta er með því skemmtilegasta ferðalagi sem ég hef farið. Erum við búin að stofna ferðaklúbb og vonandi verða farnar margar ferðir saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með áfangann, er allveg sammála þér að þetta er allveg hrikalega flott leið og jafnvel flottari í næsta skipti :-)

kv. Jói Egils

Jói Egils (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

ekki ertu að segja mér að Gunni Lax hafi farið Laugaveginn ?

Kristberg Snjólfsson, 22.8.2008 kl. 09:41

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Nei Þessi Gunni er Grétarsson  Við reyndum nú samt að fá Gunna Lax með en það tókst ekki. Kannski eruð þið eitthvað líkir

Kristín Jóhannesdóttir, 23.8.2008 kl. 16:49

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Nei ekki erum við líkir  ég er búinn að labba landið þvert og endilangt er bara búinn að labba allt sem vert er að labba, núna er bara farið þangað sem bíllinn kemst  fyrir utan nokkra göngutúra sem ég fór í í sumarfríinu en þú segir ekkert frá því

Kristberg Snjólfsson, 23.8.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband