10.8.2008 | 20:12
Komin aftur
Jæja þá er ég komin aftur. Tölvan hjá okkur hrundi þannig að ég hef ekkert komist í að blogga og svo búin að vera út um allar trissur að labba. Gunni átti afmæli þann 16 júlí og maður gat ekkert sent honum kveður hér því allt var BILAÐ Gaman er nú samt að segja frá afmælisgjöf sem hann fékk frá Þórhalli og frú
en það eru sundfit og sundgleraugu ef honum skildi detta í hug að fara í Þórsmörk aftur.
Búin að ganga yfir 100 km frá því ég talaði við ykkur síðast . Fór austur á Höfn og Djúpavog 17-26 júlí Byrjaði á að heimsækja ömmu Guðný á Grænahrauni og það er alltaf jafn yndislegt að koma þar, þetta er besta amma sem ég hef nokkurn tíma átt.Ég ásamt Stjána og Önnu Sigrúnu gengum upp á Snjótind 19 júlí og af honum fórum við að Svarthamarsvatni og svo lölluðum við Anna Sigrún niður með Kyrfulgili en Stjáni hljóp til baka að sækja bílinn
Það er ekki hægt að fara niður í gilið, þannig að við fórum bara með því eins og rollurnar hehe og enduðum við Selá. Stjáni kom svo og sótti okkur. Veðrið var virkilega gott nema um hádegisbilið þá var frekar kalt en svo hlýnaði aftur.
Næsta dag eða 20 júlí fórum við Stjáni inn Geithellnadal því nú ætluðum við að fara og skoða gamalt bæjarstæði sem heitir Grund en það er í Víðidal. Keyrðum við inn Geithellnadal og keyrðum að skála ferðafélagsins. Örkuðum svo af stað um 9 leitið í um 30 stiga hita og logni. Ferðin var um 30 km. fram og til baka og var í einu orði frábær. Landslagið er bara flott. Við sáum líka um 50 hreindýr. Við komum í skálann um kl. 7 um kveldið, þá skruppum við til Hafþórs Sveitarstjóra og frú í kaffi og kleinur en þau búa á Kerhömrum.
21 júlí var þoka yfir Djúpavogi svo maður slappaði aðeins af, nema hvað ég skrapp inn í Skórækt að skoða þar. Alltaf jafn gaman að koma þar. Fór svo í sund á eftir. Sundlaugin á Djúpavogi er með bestu á landinu (að mínu mati
) kannski frekar hlutdræg.
22 júlí fór ég með Önnu Sigrúnu og Bigga í bíltúr í lónið. Ætluðum við að skoða Stafafellsfjöll en það var ekki hægt vegna þess að áin var svo vatnsmikil þannig að við fórum akandi inn eitt gilið sem heitir að við höldum Hafragil Þegar við komum í botninn var farið að tölta um og skoða, síðan klifruðum við upp á brún til að sjá meira, fórum svo niður aftur og kíktum á vatn sem var verið að veiða í og tjaldsvæði á Smiðjunesi. Komum við svo heim um 7 og þá gerði maður sig tilbúin til að fara með Stjána í Breiðdalinn að borða og varð maður ekki fyrir vonbrigðum með það. Þótti nú Stjána samt erfitt að fara ekki Öxi svo í bakaleiðinni fórum við lengri leiðina og fórum í gegnum Þórdalsheiði sem er mjög skemmtileg leið nema hún er full af rafmagnsstaurum fyrir álverið á Reyðarfirði
.
23 júlí fórum við Anna Sigrún á rúntinn og fórum að skoða Steinasafnið hjá Petru. Þetta er mjög flott uppsett þannig að maður gleymir sér þarna í langan tíma í að skoða steina að ýmsum stærðum og gerðum. Vá ekkert smá flott. Fór ég svo aftur til ömmu grænu og var þar til laugardags en þá keyrði ég heim.
Athugasemdir
Þetta hefur verið gaman skoða þessa staði :-)
Frábært afrek hjá þér :-)
Jói Egils (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.