12.7.2008 | 18:28
Rok og rigning
Ekki fórum við í útilegu þessa helgi Vaknaði snemma í morgun og sá að komið var rok og rigning þannig að ég ákvað í staðin fyrir að hjóla til Grindavíkur eins og ég var búin að ákveða þá skildi ég nú bara keyra en fór í útifötin og fór að hlaupa um leið og ég kom inn í Grindavík. Fór ég Hópsneshringinn hlaupandi í rok og rigningu sem var bara blautt en svaka gaman, fékk ég mikla útrás við þennan gjörning.
Fór svo í sund með Ólöfu og Jóhannesi litla (sem er sonur Palla,alltaf verið að bæta Jóunum í fjölskylduna
) Síðan spilaði við Ólöfu og Palla og ætlaði að vinna þau í manna en endaði í öðru sæti. Fór síðan og skoðaði líka þennan flotta pall hjá mömmu, hún var líka komin með húsgögn þarna og orðið svaka flott.
Stjörnuspá

Athugasemdir
Hæ hæ
Ég dáist að kraftinum í þér! Ég var að klára bananabrauðið sem þú færðir okkur...... bara snilld...... ég passaði sko að hinir fengju ekki of mikið af því hehe
sjáumst fljótlega.
P.S. kveðja til SILLA
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 19:44
við fórum ekki heldur í rigningarútilegu
Margrét M, 14.7.2008 kl. 11:05
Takk Beta
Njóttu brauðsins. Búin að skila kveðjunni en hann var ekkert allt of hriginn hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 14.7.2008 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.