Long time .....

Jæja það er nú frekar langt síðan ég hef bloggað. En betra er seint en að sleppa því. Við erum í útilegum um hverja helgi nema við tókum laaaanga helgi núna. Fórum á fimmtudegi og komum heim á mánudegi. Við fórum að Laugum í Sælingsdal. Við vorum svakalega heppin með veður og tjaldsvæðið þarna er sko til fyrirmyndar. Maður er eins og brenndur snúður. Þarna er mjög fallegt og nokkur fjöll sem hægt var að skríða á og dalur til að skokka inn eftir.  Við vorum 5 fjölskyldur saman og þetta var reglulega gaman. Þakka vil ég öllum fyrir mjög skemmtilega helgi WinkVatnsslagur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

gott að taka langa helgi

Margrét M, 9.7.2008 kl. 08:22

2 identicon

Hæ hæ, takk fyrir frábæra helgi Ég held að Gunni þinn eigi flottasta sólbrunann eftir þessa útilegu enn og aftur takk kærlega fyrir helgina og bananabrauðið sem ég er að smjatta á í þessum skrifuð orðum, mmmmmmmmmmmm svo gott

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband