Miðvikudagsgangan....

Ég gleymdi að segja ykkur frá miðvikudagsgöngunni í síðustu viku en þá var farið og gengið milli Reykjanesvitanna. Mjög skemmtileg ganga, svoldið rok en við létum það ekki aftra okkur. Við fengum okkur kaffi í laut sem er víst á hafsbotni (einu sinni var) Það er við byrjun Reykjaneshryggjar sem liggur í gegnum mest allt landið Wink Það var prestur með okkur sem fór með sjómannabænina vegna allra sjóslysa sem hafa orðið þarna. Mjög skemmtileg ferð.

En í gær fórum við á Fiskidalsfell - Vatnsheiði. Þetta er rétt fyrir utan Grindavík og útsýnið var stórkostlegt. Fórum fyrst upp á Fiskidalsfellið og niður aftur hehe og upp á Húsafellið og niður aftur hehe veðrið var frábært smá vindur en það er alltaf smá vindur á suðurnesjunum þannið að maður er hættur að kippa sér upp við það. Set inn myndir síðar.

Stjörnuspá

NautNaut: Hafa öll afrek þín bara verið heppni? Óöryggið innra með þér reynir að telja þér trú um það. Bældu þá tilfinningu og auktu hjá þér sjálfstraustið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þú ert nú meiri labbakúturinn -- dugleg ertu

Margrét M, 26.6.2008 kl. 11:46

2 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Kristín,ertu ekki að verða búin að labba um hverju þúfu þarna við Grindavík.Ég aftur móti labbaði að bílnum og út úr honum á vissum stað.

Svolítið seinna labba ég út þaðan og allaleið að bílnum og ók sem leið lá heim,svo labbaði ég auðvitað inn og seinna aftur út að ruslatunnunni og aftur að bílnum,síðan eitthvað og labbaði síðan frá bílnum heim.

Og ég gerði þetta allt á Miðvikudeginum líkt og þú.

HEhehheeh nei nei smá rugl í mér,ég dáist af því hversu dugleg þú ert í þessu hobbíi þínu.

Bestu kveðjur á Gunna frá mér.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.6.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband