12.6.2008 | 19:59
Hópsnes
Nú var farið til Grindavíkur og Hópsnesið gengið og endað í Þórkötlustaðahverfi. Hver haldiði að ég hafi hitt í þessari göngu enga aðra en hana Kolbrúnu og vinkonu hennar .
Veðrið var frábært, sól og nánast ekkert rok( og það í Grindavík sem er algjört rokrassgat) á þessari leið eru nokkur skipsflök og sagðar sögur um sjóskaða. 1988 fórst Hrafn Sveinbjarnarson III og er flakið á honum ennþá þarna
og það skrítna við það er að það er í tveimur hlutum og frekar langt á milli þeirra.
Stoppuðum við og borðuðum nesti hjá gömlu bryggjunni og þar eru fullt af gömlum rústum. Þarna var fólk á öllum aldri, frá 3ja ára til 70 eða eldra. Þetta var frekar létt ganga.
Stjörnuspá

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.