8.6.2008 | 20:33
Húsafell heimsótt
Nú fórum við og skoðuðum aðstöðuna í Húsafelli og er hún alveg hreint ágæt, við höfðum það rosalega fínt Með okkur í för voru Sigrún, Jón Ingi og börnin þeirra og Ásgeir, Fanney og Björk. Það var mjög mikið af fólki komið þegar við komum á svæðið rúmlega 7 á föstudagskveldið. Ætluðum við að finna stæði þar sem við kæmumst í rafmagn því það var eitt hjólhýsi með í för sem þurfti á rafmagni að halda. En þau voru bara öll fullnýtt. Þannig að þrátt fyrir þokkalega leiðinlega spá þá var sko fullt af fólki í útilegu
Veðrið á föstudagskveldinu var yndislegt logn og heiðskýrt. Á laugardeginum þá var skýjað en hélst hann þurr framyfir hádegi en þá komu skúrir annað slagið. Farið var í bíltúr og svæðið skoðað. Sundlaugin prufuð
Um kveldið svona um það leiti þegar búið var að grilla þá kom svona rok hvellur sem stóð í 3 klukkutíma og stóð manni ekki á sama á tímabili því það komu svoddan hvellir annað slagið.
En um 11 þá datt allt í dúnalogn og við fórum með stólana út og sátum þar til klukkan að ganga 2. Vöknuðum svo við fuglasöng í sólinni. Frábært fólk, frábær staður Takk fyrir mig
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.