Hugvekja til sonar

Móðir sem missti son sinn fyrir 10 árum síðan vegna eiturlyfja setti þessa Hugvekju í minningargrein til hans.

Hugvekja til sonar

Sonur minn,

Þú flýtur sofandi að feigðarósi,

Og vilt ekki vakna.

Ég stend álengdar og næ ekki til þín.

Þó elska ég þig svo mikið.

Ég kalla til þín með hjartanu,

En þú heyrir ekki.

Ég kalla til þín með skynseminni,

En þú skilur ekki.

Ég kalla til þín með örvæntingu,

En þú flýtur framhjá.

Hvað á ég að gera?

Ég get ekki varið þig fyrir áföllum,

Ekki hlíft þér við miskunnarleysi mannanna,

Þú ert fastur í víti þar sem ég næ ekki til þín.

Drottinn frelsi þig frá vítinu.

En ég elska þig.

Kannski nær ástúðin að bræða burt

Kalið í hjarta þínu.

                                                                               Svo Ísdrottningin vonda haldi þér ekki að eilífu.  

 

Mér þótti þetta svo satt og fallegt að ég ákvað að deila þessu með ykkur.                               

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

já þetta er undur fallegt

Margrét M, 27.5.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Sammála síðasta ræðuskrifara

Kristberg Snjólfsson, 27.5.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband