Líðandi vika

Mikið er að gera hjá manni þannig að maður gefur sér ekki tíma til að blogga. Reynum að bæta aðeins úr því. Á miðvikudagskvöld fór ég í göngu með sama hóp og vikuna áður. Verður þetta alla miðvikudaga og ætla ég mér að sækja þær göngur eftir bestu getu. Veðrið var svona allt í lagi, skýjað og rok en við létum það ekki aftra okkur. Voru um 70 mans að þessu sinni og fórum við að skoða Lambafellsklofa. Hún Rannveig leiðsögumaður gerði þetta að 2 tíma göngu með að fara stóran hring Smile Þetta var mjög skemmtileg ganga, fróðleg mjög að vanda. Stoppað og fengið sér nesti (kaffi og kleinur) Síðan fórum við og skoðuðum gjá sem við ætluðum að ganga í gegnum en það var hætt við því töluvert var að snjó ennþá í gjánni. (fer aftur seinna í sumar og prufa það) Skemmtileg ferð.

IMG_4427

IMG_4431

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á laugardagsmorgun fórum við Ólöf að labba og löbbuðum í kringum Þorbjörn og í sund á eftir. Alltaf gaman að vera í hennar félagsskap. Fór síðan að hitta Heiðu sem var að útskrifast sem Sjúkraliði og fór illa með hana í Ótukt Devil 

Jói Mundi

Hringdi í Jóa Munda því hann ætlaði að borða með okkur, þegar Jói svarar þá er hann staddur upp í Grafarholtskóla að útskrifast. Ekki verið að láta mömmu vita haaShocking En hann var að klára skólann í Bifvélavirkjun og tekur sveinsprófið í feb '09.Til hamingju Jói Grin Um kveldið grilluðum við Nautalund og svínarif rosalega gott. Úlli kom og borðaði með okkur. Svo var horft á Eurovision og Þórhallur og Berta komu. Þetta var mjög gaman. Alltaf gaman að fylgjast með sínu fólki og að allir hafi skoðun sem við hin þurfum ekki endilega að vera sammála Cool Frábær stund.

 

Stjörnuspá

NautNaut: Þú hefur haldið nógu lengi aftur af sterkum tilfinningum þínum í garð manneskju sem heillar þig. Hún mun brátt upplifa taumlausa aðdáun þína.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með strákana, stór stund hjá ykkur 

Joi Egils (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:18

2 Smámynd: Margrét M

til hamingju með Jóa

Margrét M, 26.5.2008 kl. 14:22

3 identicon

Til hamingju með Jóhannes

dugnaðarstrákar sem þú átt

Álfheiður (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband