Hvítasunnuhelgin

Það er svo mikið að gera hjá manni að maður gefur sér ekki tíma til að blogga. En Hvítasunnuhelgin var bara fín. Farið í útilegu. Leiðin lá í Fossatún og hafði ég ekki farið þangað áður, var ég gerð að leiðsugumanni því þetta var fyrsta sinn sem við fórum þangað. Ég er snillingur að segja fólki til vegar eða þannig Tounge og gerði það með stæl í þetta sinn sem oftast hehe. Þeir sem hafa farið þessa leið vita að þetta er beinn og breiður vegur með smá hólum á, en mér tókst að flækja málin þannig að við fórum malarveg og fullt af einbreiðum brúm, geri aðrir betur hehe. En komumst þó á leiðarenda og er þetta virkilega skemmtilegt svæði.

IMG_4383

Á annan í Hvítasunnu fór ég í skemmtilegan göngutúr til að finna Laxfoss sem ég hafði frétt að væri þarna sem og var. Labbaði með Grímsá frá Fossatúni og endaði hjá veiðihúsinu sem er risastórt. Fossinn er bara flottur (loksins fann ég Laxfoss hehe) veðrið var mjög gott sást í sólina annað slagið og hitinn svona um 13 stig. Frábær göngutúr Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Er ekki leiðsögumannablóð í þér

Kristberg Snjólfsson, 16.5.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband