Jeppinn kominn aftur

Byrjaði nú daginn á að fara til Þórhalls og Bertu í hafragraut með rjóma og svo bökuðum við Berta nokkrar kleinur (Berta var nú eitthvað ryðguð vegna rauðvínsdrykkju kvöldið áður en við Gunni buðum þeim í bingólamb) namminamm Smile fínt að hafa nokkrar kleinur í frystinum ef koma gestir og líka gott fyrir ferðalögin sem eru framundan því sumarið er komið og jeppinn loksins kominn úr viðgerð en hann er búinn að vera í viðgerð frá 8 febrúar þegar hjólhýsið fauk á hann. (keyptum fellihýsi í staðin)  Fórum á rúntinn og tókum Reykjaneshringinn og kíktum á pabba og Hebbu. Áttum skemmtilega stund og fórum svo heim.

Dodge kominn heim

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert í skapi til að spígspora og hefur góða ástæðu til þess. Einhver snillingurinn sagði að það væri gaman að hafa gaman, ef maður kynni það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Fórum líka í bíltúr í dag, fórum krísuvíkina og þaðan út á Reykjanesið þannig að við höfum ábyggilega verið á svipuðum stöðum, en enn og aftur munurinn á Kópavogi og Suðurnesjum" vá " rok en fallegt veður á Suðurnesjum en sól logn og hiti í Kópavogi humm hvor staðurinn ætli sé byggilegri  Gott að þið séuð lokksins búin að fá bílinn

Kristberg Snjólfsson, 1.5.2008 kl. 19:42

2 Smámynd: Margrét M

það var mikið að þið fengur bílinn til baka .....jamm við fórum líka Reykjaneshringinn og tókum Krísuvíkina líka

Margrét M, 2.5.2008 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband