Afmæli

Ég átti afmæli í gær sem er ekki frásögufærandi þannig en gjöfin sem Strákarnir mínir ( Gunni, Gunnþór og Jói) kom mér mjög á óvart Cool Eftir vinnu í gær þá hitti ég Gunna í Fjarðarkaup því mig langaði í eitthvað gott að borða (keypti nautasnitsel ummm mjög gott) svo þegar við vorum búin að versla þá fórum við út í bíl. Ég sé bíl merktan KRULLA álengdar og ætla að fara að segja Gunna frá hvað þetta væri sniðugt merki þegar ég áttaði mig á að þetta var bíllinn okkar. Þá höfðu strákarnir keypt númeraplötu merkta KRULLA og gáfu mér í afmælisgjöf. Takk fyrir allar fallegu kveðjurnar í gær. Ég vissi ekki að það myndu svona margir eftir mínum degi Tounge 

Krulla

Stjörnuspá

NautNaut: Þú ert í svaka stuði og tekur óspart til hendinni án þess að hugsa. Útkoman verður annað hvort snilld eða slys. Í báðum tilfellum lærir þú á takmörkin þín.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

krulla er það ekki réttnefni

Kristberg Snjólfsson, 22.4.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Margrét M

þetta er bara snilld .. til hamingju með númerið ...

Margrét M, 22.4.2008 kl. 15:12

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Krulla is my middle name

Kristín Jóhannesdóttir, 22.4.2008 kl. 15:38

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Kristín ég verð að koma að hérna að þú ert snilldar kokkur og ekki síðri í bakstrinum,Til hamingju með daginn og allt annað.

Og vissulega takk fyrir mig,og ykkar Gunna hlýju mótökur mér til handa.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.4.2008 kl. 19:07

5 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

já til hamingju með nautasteiknina ...

Kristberg Snjólfsson, 22.4.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband