Helgin...

Helgin var mjög góð Smile Vaknaði reyndar mjög snemma þessa helgi eða um 6 á laugardagsmorguninn og var komin út fyrir 7 í göngutúr. Veðrið frábært og kyrrð og ró yfir öllu. Svo kom Gunnþór með Gullu (barnabarnið mitt)og við vorum að þvælast tvær saman frameftir degi. Fórum í Súpu til Helgu gellu og hittum þar frábærar gellur. ( alltaf gaman í gellusúpu) Takk fyrir mig Helga Tounge fórum svo í Hagkaup að kaupa í matinn og skemmtum okkur konunglega. Daman er svo róleg og góð að það er hægt að þvælast um allt með hana. Skruppum svo til Grindavíkur til að færa Guðrúnu blóm því hún átti afmæli 19 apríl og er búin að vera til í heil 20 ár ekkert smá aldur mar. Hún lengi lifi. Fórum svo heim að elda því Gunnþór og Anna María ætluðu að borða með okkur. Kom svo ekki sjúklingurinn hann Jói líka þannig að þetta var hin skemmtilegasta stund. Set myndir af Gullu borða papriku síðar inn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband