11.4.2008 | 09:52
Allt að koma
Guð hvað það er leiðinlegt að gera ekki neitt. Skil ekki fólk sem velur þetta Var gjörsamlega að klepra í gær. Orðin leið á að lesa og púsla og gera ekki neitt. Þannig að ég fór í gönguskóna mína og rölti smá hring Fór bara á fetinu og viti menn ég varð þúsund sinnum betri á eftir. Fór bara mjög rólega og var ekki lengi. Ætla að gera þetta aftur á eftir því annars leggst ég bara í þunglyndi. Mér líður líka miklu betur enda búið að fjarlægja meinið og ég er bara að gróa í rólegheitum. Hafið góðan dag
Athugasemdir
Gott að þú ert að koma til, farðu bara ekki í hlaupaskóna strax. Góða helgi
Kristberg Snjólfsson, 11.4.2008 kl. 10:55
Þetta er klárlega merki um "stress" njóttu þess að vera í slökun, farðu á vídeóleiguna nú er tíminn til að horfa loksins á þær myndir sem þér langar að sjá láttu þér batna og hafðu góða helgi
Sigrun (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 08:05
gott að vita að þetta er allt að koma hjá þér
Margrét M, 14.4.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.