9.4.2008 | 17:29
Sjúkrahús.....
Komin aftur Fór í aðgerð á þriðjudag og var planið að fara svo bara heim strax á eftir. Ég hef verið svo heppin í gegnum tíðina að vera sjaldan veik og lítið dvalið á þessum stofnunum. Ég fékk sem sagt ekki að fara strax heim vegna þess að aðgerðin reyndist aðeins meiri en gert var ráð fyrir og þurfti að dæla í mig sýklalyfi í æð á nokkra klukkustunda fresti. Mér fannst frábært hvað vel var tekið á móti manni á Sjúkrahúsi Keflavíkur og maður vel undir aðgerðina búin, allt útskýrt vel fyrir manni og komið fram við mann af mikilli natni og góðmennsku. Vil ég góðar þakkir til þeirra sem aðstoðuð mig þarna. Nú er ég bara að bíða eftir að allt grói (sem er ekkert rosalega mikið því ég er svo heppin) svo ég geti byrjað að klífa fjöll og vinna hehe. Reikna með að geta gert flest eftir helgi. Reyndar að spá í að taka smá göngutúr um helgina (bara rólega) ef veðrið verður gott Við búum jú á Íslandi og veðrið fljótt að breytast það sýndi sig núna því þegar ég fór í gær inn á spítalann þá var milt veður alautt og fínt. Ekki leit ég neitt út um gluggann fyrr en daginn eftir um 10 leitið og vááá smá breyting "SNJÓBYLUR" hehe þess vegna finnst mér svo frábært að búa hér, maður veit aldrei hvaða veður verður á morgun. Góðar stundir.
Athugasemdir
Góðan Bata Kristín mín
Margrét M, 10.4.2008 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.