Heiðmörkin svíkur ekki

Vá hvað veðrið er búið að vera frábært í dag LoL Ég þurfti að fara í Hafnarfjörðinn í dag svo ég tók daginn snemma (ekki svo að það sé eitthvað nýtt) og fór í Heiðmörkina. Var kominn þangað rétt fyrir 10 og var að labba þar um til rúmlega hálf 12, fór þá niður í vinnu til að sturta mig og svo skellti ég mér í súpu til Kollu. Núna í fyrsta skipti í langan langan tíma þá var 100 % mæting allavega komu allar þótt þær kæmust ekki allar á sama tíma. Frábær matur fengum gúllassúpu og brauð mmmmmmm. Takk fyrir mig Wink Set mynd af Heiðmörkinni í morgun hún var flott. Hafið það gott þar til næst Happy

NAUT 20. apríl - 20. maí
Þú hefur séð til þess að friðurinn á heimilinu haldist. Færðu þig nú frá og leyfðu fólki að berjast í gegnum aðstæður. Ekki hafa áhyggjur: þín verður alltaf þörf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

dugleg þú þ eins og alltaf

Margrét M, 9.3.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Þú ert óþolandi setur mér áskorun sem ég bara nenni ekki að fara í að gera þú ert dugleg kellan mín

Kristberg Snjólfsson, 9.3.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband