6.3.2008 | 16:55
Það fer að vora
Nú fer vonandi að vora aðeins, allavega er orðið bjart til hálf 8 á kveldin. Mér fannst það vera vor í lofti í gær. En svo fór að snjóa í morgun aftur. En smá gamansaga af mér í umferðinni hehe. Ég er eins og þið vitið bíllaus því jeppinn er ennþá á verkstæði. Mig langaði í leikfimi og tók vinnubílinn hér sem er stór sendiferðabíll Og svo lagði mín af stað. Ekki gat ég fært sætið fram þannig að það var frekar fyndið að sjá mig sitjandi á sætisbrúninni til að ná á pedalana. Og einmitt þess vegna þá rann ég af kúplingunni þegar ég var að fara yfir á ljósum og drap á bílnum. Þetta er ekki draumastaðan sem maður lendir í, allir að flauta og ég varð þá ennþá meiri klaufi og ætlaði aldrei að koma bílnum í gang. En það nú hafðist fyrir rest og ég komst á leiðarenda. Sem betur fór ég tímanlega af stað
Úti er ævintýri hehe. Hafið það gott þar til næst .
Stjörnuspá

Athugasemdir
he he hefði viljað vera dauð fluga á vegg þarna humm eða var það fluga á vegg man ekki ha
Kristberg Snjólfsson, 6.3.2008 kl. 17:39
Ef þú værir dauð fluga þá myndiru nú ekki sjá mikið eða hvað
Kristín Jóhannesdóttir, 6.3.2008 kl. 21:56
Sæl Kristín,ég þakka ykkur Gunna fyrir innlitið í gestabókina á síðu minni.En seg mér það ert þú sem ert naut vænti ég?Ekki að það skipti neinu bara að spekulera smá hehehe.
Annars fín færsla og létt og leikandi kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.3.2008 kl. 23:12
Sæll Úlli
Takk fyrir. Ég er nautið hehe Gunni er krabbi.
Kristín Jóhannesdóttir, 8.3.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.