26.2.2008 | 08:34
Mánudagur til mæðu...
Stundum gerist nú að mánudagur sé til mæðu og var það í þetta skipti. Ekki ætla ég nú að rekja það allt hér nema mamma kom frá Jamaica en hún var búin að vera þar í 10 daga veikist á leiðinni heim og fór beint á sjúkrahús með sjúkrabíl. Upplýsingaflæði í svona tilvikum er hræðilegt. Fyrst var okkur sagt að þeir hafi flutt hana á Landspítalann og hún væri að fara í höfuðskan. Ég sem var komin í vinnuna fer beint upp í Fossvog og þar kannast enginn við kellu en biðja mig um að bíða bara sjúkrabíllinn hljóti að koma fljótlega en eftir hálftíma bið fer ég og tala við kellurnar þar og þeim finnst þetta vera orðið frekar skrítið og hringja upp á Hringbraut og þar er enginn sjúklingur frá Keflavíkurflugvelli hmmmmm hvar skildi nú kella vera. Þá hringir hjúkkan í 112 og þá finnst nú mamma í Keflavík á spítalanum þar. Ólöf systir var kominn inn í Garðabæ og ég sný henni við, back to Kef. Svo var hún send með sjúkrabíl í höfuðskan og þessháttar og back to Kef
engar niðurstöður eru komnar og á meðan geyma þeir hana þar því jafnvægisskynið virðist ekki vera í lagi og svo ruglar hún öllu saman eða bara man það ekki. Ég heimsótti hana í gær og þá leið henni ágætlega en mjög þreytt. Svo nú bíðum við bara og bíðum eftir niðurstöðum og svoleiðis. Hafið góðan dag
Stjörnuspá

Athugasemdir
Ekki gott þegar ekki eru veittar réttar upplýsingar á svona stundum. Vonandi nær hún sér fljótlega
Kristberg Snjólfsson, 26.2.2008 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.