Mánudagur til mæðu hehe

Jæja þá veit maður meira. Jeppinn er kominn á  verkstæði og á að gera við hann en hjólhýsið er talið ónýtt og verður það sótt næstu daga. Mér skilst að við höfum verið vel tryggð þannig að við komum ekki illa fjárhagslega út úr þessu sem betur fer LoL En svo er spurning hvernig það verður að vera bara á einum bíl næstu  vikurnar, það gæti orðið svoldið erfitt því við vinnum bæði í bænum og í sitthvorum endanum á höfuðborgarsvæðinu hann í Grafarvoginum og ég í Hafnarfirði en við finnum eitthvað út úr því þetta reddast alltaf.

Stjörnuspá

NautNaut:Þegar þú veist að þú átt betra skilið, skaltu vera með uppsteyt! Annars heldur fólk að þér sé sama. Ef þú stendur með þér, leyfirðu öðrum að gera það sama.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

fáið þið ekki skaffaðan bíl á meðan ?

Margrét M, 14.2.2008 kl. 14:55

2 identicon

Sko...ég myndi skoða tryggingaskilmálana aðeins betur. Oftast er bílaleigubíll í allt að 5 daga greiddur af tryggingafélögum í kaskótjónum, en tryggingafélögin eru bara ekkert að segja frá því endilega.

Kveðja frá Bifröst.

Ella

Ella (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Við erum í einhverju sem heitir nýkaskó og það er víst eitthvað öðruvísi.

Kristín Jóhannesdóttir, 14.2.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband