10.2.2008 | 13:48
Smá hugrenningar í helgarlok.
Mikið eignatjón varð hjá okkur í rokinu á föstudagskvöld (reikna með að vera vel tryggð erum í kaskó) en sem betur fer þá urðu engin slys á fólki, hvorki hjá okkur né hefur maður heyrt af því í fréttum. Það sem mér finnst skrítið er aðstoð lögreglunnar sem var enginn, fyrst hringdi ég hálf 8 og gaf upp aðstæður, nafn og símanúmer. Kl. 21:35 hringdi ég aftur því aðstæður voru orðnar þannig að ég þurfti virkilega hjálp því ástandið var orðið mjög slæmt, þá er mér bara sagt að róa mig niður , hann myndi ítreka þetta en ég færi bara í röðina. Ekki hafði lögreglan samband til að athuga hvað hefði verið í gangi og hvernig hlutirnir lukkuðust, þótt okkur hafi tekist fyrir rest að stoppa hjólhýsið af með hjálp góðra manna í blokkinni og vina, þá finnst mér lögreglan hafi átt að hafa samband til að fylgja málinu eftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.