Nú er það ljótt

Ég held áfram að tala um þetta blessaða veður Crying fór í leikfimi eftir vinnu, þegar ég var á planinu fyrir utan Sporthúsið þá hugsaði ég úbs ég þarf að skauta inn, en fann svo leið með því að fara út fyrir veg (varð svoldið blaut í fæturna) en það er fínasta mál Wink Tók vel á því í ræktinni var í tíma hjá Valdísi og hélt svo heim á leið. Það var mjög hvast á Reykjanesbrautinni en þetta hafðist nú allt saman. Svo þegar ég er að vera komin heim sé ég að Gunni er búin að snúa hjólhýsinu (hugaði ég) svo ég hringi í hann og spyr hvar ég eigi að leggja bílnum svo hann sé nú ekki fyrir, þá segir hann nú bara eins og venjulega en þá hafði hann ekki fært neitt, hjólhýsið hafði  bara lagt af stað í smá ferðalag og tók jeppann með sér. Hjólhýsið og jeppinn eru stórskemmd. Þetta var um hálf 8 og hringdi ég strax á 112 og bað um aðstoð Errm Gunni tók jeppann og fór með hann inn í bílskúr hjá vini sínum því það var brotin rúða en þá lagði hjólhýsið aftur af stað og stoppaði hjá hinum bílunum á planinu, þetta er þegar klukkan er tæplega 10 og aftur hringi ég í 112 og bað um aðstoð og var sagt að þetta færi bara í röðina. Fór ég á milli íbúða og bað fólkið um að færa bílana sína og svo fengum við jeppann hans Þórhalls til að festa í hjólhýsið og settum svo strappa í hinn endann og bundum það við blokkina. Set svo inn myndir af þessu þetta er frekar ljótt. Gunni sagði að jeppinn sé mjög mikið skemmdur Crying Það tekur alltaf mikið á mann þegar svona gerist en sem betur fer þá eru þetta allt saman dauðir hlutir og enginn meiddi sig þótt mikið gengi á á tímabili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Já það er gott að það eru enginn meiddi. var bara að skoða blogg og sá þetta er á Akureyri og á heima það það er ekki mekki rok hér

Guð blessi þig Kveðja Gulli Dóri

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 8.2.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Sæll Gulli Dóri og takk fyrir mig. Við erum stödd í Reykjanesbæ og þar var sko rok í nótt. kv

Kristín Jóhannesdóttir, 9.2.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband