Góð helgi :)

Nú er helgin búin og er hún búin að vera athafnasöm. í gær fórum við á þorrablót hjá Systrafélaginu í Njarðvík sem var mjög gaman, svoldið sérstakt komum með troginn full af mat og vín í poka hehe og svo var verið að skýra barnabarnið í dag. Daman var bara stillt í kirkjunni og stóð sig vel þótt henni litist nú ekkert á prestinn þegar hann fór að ausa yfir hana vatni Smile hvað þá að það megi halla henni aftur svona stórri stelpu (alveg að verða 6 mánaða). Kiddi afi hélt á henni undir skírn og pabbi minn og pabbi hennar Önnu Maríu voru skírnarvottar. Þetta var falleg stund í kirkjunni. Síðan var haldin vegleg veisla og maður er vel sáttur við daginn. Svo á leiðinni heim hvað haldið þið að gerist, það hvellspringur á bílnum. Og Gunni þurfti að skipta um dekk á Reykjanesbrautinni í -9° kulda, hann var ekki öfundaður að þeim gjörðum Crying En hann var snöggur að því.  

Stjörnuspá

NautNaut: Í dag ertu flakkari, svo vertu í góðum skóm. Þú ert ekki að leita neins sérstaks á ferðum þínum, en þú finnur samt eitthvað frábært.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Til lukku með litla kút, hvernig er það eruð þið ekki á nýjum bíl ? á ekki dekkið að vera í lagi ? þið verðið að skila kagganum ekki hægt að vera á ótraustum bíl sem bilar út um allt Annars er Laxinn svo kaldur kall að honum munar ekkert um þetta

Kristberg Snjólfsson, 4.2.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Takk. Júbb við erum á nýjum bíl, en urðum svo óheppin að við keyrðum yfir eitthvað drasl sem gerði gat á dekkið og trúlega hefur viðgerðin á dekkinu ekki haldið betur en þetta .

Kristín Jóhannesdóttir, 4.2.2008 kl. 08:25

3 Smámynd: Margrét M

til hamingju með litluna

Margrét M, 5.2.2008 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband