24.1.2008 | 18:28
Hello..... :)
jæja þá er búið að skamma mann fyrir að blogga lítið, þannig að Ella sorry hehe. Og til hamingju með afmælið gamla mín þú ert alltaf ári á undan alveg sama hvað ég reyni mikið að ná þér þá tekst mér það ekki hehe. (ekki það að mig langi nokkuð, gott að vera yngri ). Smá svona saga af því sem gerðist í dag. Fór í leikfimi í hádeginu sem er ekki frásögufærandi nema þetta var æðislegur tími hún Valdís er frábær . En ég gleymdi sokkum fyrir tímann þannig að ég notaði bara sokkana sem ég var í, nema hvað að svo var ég náttúrulega sokkalaus voða flott. Eftir vinnu fór ég í Bónus og fólk horfði frekar undarlega á mig og ég fattaði það ekkert strax afhverju, ég er nú skrítin fyrir en svo fannst mér þetta frekar fyndið. Ég í dúnúlpu með svakalega langan röndóttan trefil og lúffur á höndunum í sandölum og engum sokkum hahaha.
Ég skrapp til Grindavíkur á sunnudaginn bara til að skoða snjóinn og vááá mar ég man ekki eftir að hafa séð svona mikinn snjó í Grindavík frá því ég var 10 ára og eru það nokkuð mörg ár síðan. Tók mynd af bílunum hans Jóa set þá inn því þetta er bara fyndið. Hafið góðar stundir þar til næst
Athugasemdir
amm þú getur alltaf verið öðruvísi .. he he
Margrét M, 25.1.2008 kl. 08:47
Takk fyrir kveðjuna, en mundu bara að þetta hefur ekkert með tölur að gera, þannig að ég held að við séum jafn gamlar. Í sambandi við snjóinn í Grindavík þá man ég eftir því þegar maður var búinn að labba alla leið í skólann í brjáluðu veðri búinn að pikka upp nokkra krakka á leiðinni og þegar maður var kominn alla leið hvað þá ...SKÓLINN LOKAÐUR VEGNA VEÐURS love you láttu heyra í þér kveðja Ella Stína
Ella (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:50
dyraland.is/dyr/69813/ þetta er barnabarnið ég verð að sætta mig þetta í bili og hún er nú voða sæt kveðja Ella Stína
Ella (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.