Á lífi

Ég vil bara óska ykkur gleðilegs nýs árs og takk fyrir skemmtilegar stundir á árinu. Hef bara verið í leti kasti hvað varðar blogg en dugleg að öllu öðru leiti eins og venjulega hehe. Nú fylgist maður bara með strákunum sínum í sínum átökum við veðurguðina. Gunnþór á Selfoss og Jói í Grindavík. Jói varð veðurtepptur í gær og komst hvorki lönd né strönd og missti af prófi sem átti að vera kl. 11 en hann hafði samband við kennarann og fær að taka prófið (hjúkkit mar) leiðinlegt að komast ekkert. Svo kom hann áðan og er hann á lánsbíl því bílarnir hans tveir eru á kafi, það sést bara í loftnetið á mözdunni hans og hinn er bara vel á kafi. Pælið í þessu ekkert smá snjór Tounge það er mikill snjór í Reykjanesbæ en ekki svona mikill. Jæja hafið það sem allra best þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

svona er lífið hjá Grindjánum

Margrét M, 16.1.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband