30.12.2007 | 16:28
Skruppum á Selfoss
Í gær skruppum við á Selfoss í blíðskapar veðri, okkur var boðið í mat til Gunnþórs og Önnu Maríu nammi namm Guðlaug Sigurrós er búin að vera að ergja foreldra sína undanfarið og sofið lítið verið frekar pirruð og á erfitt með að sofna þannig að Anna María hafði skroppið með hana á læknavaktina sem fann ekkert að. Við fengum folaldainnlæri með bernaise sósu sem var ekkert nema gott. Set inn myndir af dömunni Heimferðin var ekki eins skemmtileg en það var að byrja að skafa á leið niður af Hellisheiði og snjóa en svo þegar maður kom út úr Reykjavík og á Reykjanesbrautina þá var farið að rigna þannig að þetta varð bara slapp og bleyta. Við fórum beint til Þórhalls og Bertu en þau voru einmitt þetta kvöld búin að vera trúlofuð í 20 ár, vááaá mar. Til lukku með það. Áttum við skemmtilega stund.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.