Jólin Jólin

Smile  Gleðileg Jól og takk fyrir skemmtilegar stundir hér á blogginu Wink Alltaf jafn gaman á jólunum. Þessi jól buðum við pabba hans Gunna honum Þorsteini (kallaður Steini) að vera hjá okkur sem hann og gerði Smile Þetta er sérstakur kall með sína sérstæðu, hefur búið einn í fjölda mörg ár og kann kannski ekki að taka eins mikið tillit til annarra þess vegna en hann reyndi og við metum það mest. Ég ákvað að láta hans umgengni ekki eyðileggja neitt og fór bara að hafa gaman af hans háttum LoL sem voru frekar sérstakir. Þetta er skemmtilegur kall sem spekúlerar í ótrúlegustu hlutum og hefur frá mörgu að segja Wink Hann var það óheppinn að ávinna sér inn sykursýki og tekur einhverjar töflur við því, ekki vitum við Gunni hvernig svona virkar og hvað má og hvað ekki Crying en ég hef aldrei séð manneskju borða eins mikið af sætindum og hann t.d. þegar hann fær sér kaffi sem hann drekkur mikið af þá fær hann sér alltaf kúfaða teskeið af strásætu (ekki sykur heldur eins og canderal eða eitthvað Wink) og aðra kúfaða teskeið af swiss miss hehe. Svo á aðfangadagskvöld þá var maður farin að hafa verulegar áhyggjur af honum því hann át svo mikið af nammi og eftirrétturinn rann ljúft niður sem var Myntudraumur, sítrónubúðingur og rjómi Tounge þannig að ég spurði hann af því hvort hann þyrfti ekkert að passa upp á sykurinn þá sagði Steini ég tek bara eina töflu meira en  venjulega þá er þetta allt í lagi. Maður er nú búin að liggja á meltunni öll jólin borða vel af öllu hehe.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

sumt fólk er yndislega mikið öðruvísi

Margrét M, 30.12.2007 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband