19.12.2007 | 11:13
Vitlaus bíll...
Það er gaman að vera til þessa dagana hvert ævintýrið eftir annað hehe. Hannes var vakinn með afmælissöng og morgunmat í rúmmið. Hann loksins orðin 15. Og svo var lítið rok í morgun hehe. En aðal ævintýrið var þegar ég fór í banka og pósthús sem ég fer reglulega í vegna vinnunnar. Ég var á Dodge Durango inum og lagði honum niðri í Firði og skrapp í minn venjulega rúnt (á milli banka og pósthús) Svo röltir mín í rólegheitum og opnar bílinn, sest inn og legg frá mér dótið sem ég var með (jólagjöf frá Glitni ) set lykilinn í svissinn og hva get ekki snúið lyklinum ég tek lykilinn út og athuga hvort eitthvað sé að honum, nei í fínu lagi svo ég sting honum aftur inn en get ekki hreyft hann. hmmmmm þá fer ég nú að líta í kringum mig og viti menn haldið ekki að ég hafi ekki farið inn í vitlausan bíl. Þarna voru lopavettlingar og allskonar dót sem ég kannaðist ekkert við ég tók mitt hafurtask og læddist út (leit vel í kringum mig til að athuga hvort einhver væri að horfa ) og labbaði í rólegheitum að mínum bíl, settist inn og það gekk ekkert smá vel að starta bílnum mar hehe. Þessi bíll var svarblár og það var enn myrkur úti klukkan hálf 11 og ekki datt mér í hug að þeir væru tveir hlið við hlið hehe. Mig langaði sem snöggvast að deila þessu með ykkur. Hafið góðan dag
Athugasemdir
ha ha ha ,, hefði viljað sjá þetta
til hamingju með drenginn
Margrét M, 19.12.2007 kl. 11:20
Þetta sýnir mér enn og aftur að þú ert öðruvísi
Kristberg Snjólfsson, 19.12.2007 kl. 11:23
Takk fyrir. Já það var nú vitað mál að ég væri ekki eins og flestir hehe. Ég er bara flottari fyrir vikið
Kristín Jóhannesdóttir, 19.12.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.