17.12.2007 | 14:58
Smásaga
Systir mín hringdi í morgun og sagði mér frá sinni lífsreynslu þennan morguninn. Hún hafði skutlað dóttur sinni í skólann og var að vesenast inn á baði þegar Krúsilíus (kötturinn hennar) kom röltandi til hennar með eitthvað í kjaftinum. Hann labbaði að henni og ætlaði að leggja það sem í kjafti hans var við lappir hennar þegar kemur í ljós að þetta er lifandi mús hehe hún (sem betur fer er ekki hrædd við þær) brást skjótt við og lokaði baðherbergishurðinni svo hún slippi ekki fram og nú hófst eltingarleikur hún fann vopn (fann enga hanska) þ.e. sokk og poka og svo hélt hún að kötturinn myndi nú hjálpa henni að ná músinni neiiiii hann hafði nú bara gaman af þessum eltingarleik músarinnar og konunnar en systir mín vann og setti krílið í poka og fór með hana út og sleppti henni. Hvað skildi nú líða langur tími þar til kötturinn kemur með hana aftur inn til að færa "MÖMMU" hehe
Athugasemdir
aumingja kisi voða góður að færa mömmu gjöf ..eins gott að ég eigi ekki kött
Margrét M, 17.12.2007 kl. 15:03
Gat hún ekki sett mýsluna í alvöru pottrétt ? hef það fyrir víst að Nings er með alvöru rottuhala á matseðlinum hjá sér, hún gæti fengið uppskrift þar
Kristberg Snjólfsson, 17.12.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.