9.12.2007 | 21:16
Blæðingar og læti...
Á föstudagsmorgninum leit allt út fyrir að þetta yrði rólyndishelgi, ætlaði að klára að baka, setja upp jólaljós og klára að baka (átti eina tegund eftir) en svo á hádegi á föstudag þá breyttist þetta skyndilega. Jói hringir og segir að það blæði svo mikið (kirtlarnir voru teknir á þriðjudag) að ég þurfi að skutla honum upp á Borgarspítala (hann var þá nýbúinn að spjalla við þær þar) sem ég og geri. Hann dvelur nú ekki lengi þar en um 4 leitið þá leysa þeir hann úr haldi búnir að stoppa blæðingarnar og geti farið heim. Síðan fór ég aftur í bæinn til að hitta gellurnar og fórum við Þrjár, ég, Kolla og Helga á rölt á Laugarveginn og fórum inn á Caruso að borða, þar er svakalega góður matur og mjög góð þjónusta allt gekk hratt og vel fyrir sig Þaðan komum við mjög sáttar og saddar út (kókosísinn alveg frábær ) Við röltum nú hinum megin á Laugarveginum og var þetta frábært stund með gellunum þótt fáar væru. Takk fyrir kvöldið stelpur.
Á laugardeginum þá blæddi þó nokkuð mikið fyrir hádegi hjá Jóa en hann vildi ekki fara og láta kíkja á sig heldur bíða og sjá til. Hann var nokkuð góður seinnipartinn en svo um nóttina þá fór heldur betur að blæða og við fórum aftur inn á spítala (þá var hætt að blæða) og hann var skoðaður í bak og fyrir en ákveðið að gera ekkert heldur bíða og sjá til. Hann sendur heim með þau fyrir mæli að ef aftur færi að blæða þá ætti hann að safna því saman upp í svona 200 ml og þá ætti hann að koma aftur og þá yrði hann lagður inn og þá yrði honum gefið efni í æð sem ætti að stoppa þetta. Gaman. Sem betur fer þá hefur ekki farið að blæða enn og vonar maður og vonar að þetta sé búið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.