4.12.2007 | 21:24
Kirltataka og fl...
Það var frekar þreytt fólk sem var að vinna í gær hehe en allir glaðir og kátir eftir skemmtilega ferð. Ég skutlaði Jóa upp á Borgarspítala í morgun því það átti að taka hálskirtlana úr honum sem og var gert. Sótti hann aftur um 4 leitið. Mig langar ekkert mikið að fara í svona aðgerð, held að ég haldi mínum kirtlum bara En hann jafnar sig eins og allir gera eftir svona. En svo seldi ég hillusamstæðuna mína í dag sem er ekki frásögu færandi og konan ætlaði að leggja peningana inn á reikninginn minn og ég hringdi í bankann til að fá staðfestingu á því og fékk samband við einhverja konu og bið hana um að athuga þetta fyrir mig en hún segist ekki geta það og hún muni gefa mér samband við konu sem myndi gera það. Ég beið í smá stund áður en ég fékk samband við hana og svo kom hún loks í síman (önnum kafin manneskja ) en ég hjó efir því svona í rólegheitum á meðan ég var að biðja hana um að tékka á reikningnum mínum að hún hafði sagst vera starfsmannastjóri og svo ég segi snögglega ertu starfsmannastjóri og hún segir já og ég spyr af hverju ég sé að tala við hana og segir ég veit það ekki og þá spurði ég hana hvar í ósköpunum þetta væri og hún svarar N1 ég sem sagt hringdi í N1 en ekki bankann minn, úps alltaf jafngaman hjá minni hehe. Svo hringdi ég nú í rétt númer og fékk að vita að peningurinn væri kominn inn Hafið það gott þar til næst.
Athugasemdir
He he gott á þig
Kristberg Snjólfsson, 5.12.2007 kl. 07:53
frusss he he þú ert alltaf svo fyndin
Margrét M, 5.12.2007 kl. 09:13
Já ég heyrði þá brellu, ekki hefði ég viljað lenda í því hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 6.12.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.