2 hluti

Föstudagur: Vaknaði spræk eins og venjulega en frekar snemma eða um 7 leitið en naut þess að liggja og dorma. Gunni skellti sér í enskan breakfast en ég var nú öllu hógværari og fékk mér rúnstykki og kaffi. Röltum svo aðeins um og kíktum í búðir Tounge E.h. fórum við í neðanjarðarlestina og fórum upp hjá auganu og BigBen (ég sem aldrei hafði komið til London vissi nú ekki einu sinni hvað það var, en mjög flott )  þegar við komum úr auganu sem var frábært er nú smá lofthrædd en gaman engu að síður Cool fórum við í sædýrasafnið, skrítið að sjá allar þessar fiskitegundir, margar hafði maður séð en vááá mar. Um kvöldið var árshátíðin allir hittumst um kl 6 á hótelbarnum og þaðan fórum við með taxa á Benihana eða það heitir veitingarstaðurinn. Þar var sko gaman að vera og veitingarnar sko frábærar allt í boði Ásgeir Sigurðsson ehf. Við fengum einn kokk sem sá um að elda ofan í okkur og var hann þokkalega frábær. Við sátum í U  hann steikti allt þarna fyrir framan okkur og gerði alls konar kúnstir. Þetta var 6 rétta máltíð + fordrykkur. Á milla kjúklingsins og nautakjötsins var svo komið með sushi og heitt hrísgrjónavín. Stemmingin var frábær í hópnum en við vorum 11 í hópnum. Síðan var farið á hótelbarin og sungið og drukkið fram á nótt Wizard

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband