28.11.2007 | 22:05
Gaman í vinnunni :)
Mér hefur nú alltaf fundist gaman að vinna en þessa dagana er það sérstaklega gaman því við erum að fara til London. Almar hleypur reglulega fram á pallinn og kallar "Vissuð þið það að við erum að fara til London" og hlær Svo höfum við verið að undirbúa ferðina og hvernig við ætlum að hafa fyrirtækið hvort við myndum loka eða fá einhvern til að vera símamær á meðan, núna er búið að taka ákvörðun það verður lokað. Þá þurfti að fá Ella Símakall til að laga símsvarann hjá okkur en honum tókst það ekki með svona stuttum fyrirvara þannig að hann lánaði okkur símsvara og sýndi mér hvernig ætti að tala inn á hann. Hann talaði fyrstur og sýndi mér hvernig hann virkaði hehe og hvað haldið þið síminn hringdi og símsvarinn fór strax á (og þar var bara grínið hans Ella hehe) sem betur fer náði ég viðskiptavininum og við hlógum mikið af þessu. Svo var ég að æfa mig að tala inn á símsvarann í dag og var aldrei ánægð. En á leiðinni heim þá fattaði ég hvað vantaði hehe það var byrjunin. Redda þessu í fyrramálið. Svo lokum við á hádegi á morgun og ég ætla að skella mér í leikfimi og svo beint upp á flugvöll svaka stuð Ég hef nefnilega aldrei komið til London og langar að skoða margt. En eins og einn sagði þú verður bara að fara aftur í vor ef þú nærð ekki öllu hehe maður nær því trúlega seint jæja ætla að athuga hvor ég finni ekki fína vegabréfið mitt og setji smá dót í tösku. Hafið það gott þar til næst
Athugasemdir
Bara gaman í London frábær borg með endalausum möguleikum
Kristberg Snjólfsson, 29.11.2007 kl. 07:46
góða ferð elskurnar .... skemmtið ykkur vel
Margrét M, 29.11.2007 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.