Afmæli og aftur afmæli :)

Já nóg er af afmælum í minni fjölskyldu. Á föstudagskveldið vorum við í 40 ára afmæli hjá mági mínum honum Jóhanni og svo var barnaafmæli hjá Ólöfu systur en hún Jódís varð 10 ára þann 19 nóv. svo á Ólöf sjálf afmæli 25 nóv. þannig að maður varð ekki svangur þessa helgi. Jói Mundi var að flytja bílinn sinn bimman austur á Selfoss á laugardag og kom við hjá Ólöfu í veisluna og vantaði smá hjálp. Hann er svo frábær þessi strákur að það hálfa væri nóg hehe. Tounge Loksins er hann búin að fá geymslu fyrir bimman þannig að hann verður tekinn af númerum núna næstu daga Wink En bílinn hefur nú ekki mikið verið hreyfður síðustu árin og geymirinn orðin ónýtur þannig að hann fékk lánaðan geymir úr öðrum bíl en það varð til þess að ekki var hægt að loka húddinu almennilega og fékk hann lánaða gúmmíhanska til að hafa á pólunum til að allt yrði í lagi og svo hjálpað Gunni honum að pumpa í dekkin því Jói er ekki orðin nógu góður í bakinu til að geta það (hann hafði nú vit á því að biðja um hjálp) Cool Svo fékk hann sér einn kökubita og lét sig hverfa í myrkrið. Flýtti sér svo mikið til baka að hann var tekinn fyrir of hraðan akstur (maður á ekki að keyra of hratt). En svona er lífið. Sunnudagurinn fór nú bara í bakstur, bakaði mömmukökur, vanilluhringi, súkkulaðibitakökur 2 og 3 og tromptoppa, notaði svo rauðurnar og bjó til ís ummmmmmmm hlakka til að borða þetta, annars er þetta voðalega fljótt að hverfa skil ekkert í því. Svo verður Gunnþór hjá okkur eitthvað í desember og Jói greyið getur trúlega ekkert borðað því það á að taka hálskirtlana úr honum í næstu viku nóg að gera, já og ekki má gleyma því ég er að fara til London á fimmtudaginn með staffinu. Langt síðan ég fór til útlanda og aldrei komið til London. Er komin með þykka bók yfir hvað er gaman að skoða og sjá. Hafið það gott þar til næst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

þabarasvona  mín duglega að baka, ég er bara búin með sörurnar, baka nú líklega ekki mikið í viðbót súkkulaðibitakökur og kannski mömmukökur  þetta  er ekki mikið borðað hjá okkur  ég og Kiddi  borðum nánast ekkert af svona kökudóti  ..nebblega svo óhollt sko  stabílt fólk 

Margrét M, 27.11.2007 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband