Ömmuverkin

Ég passaði ömmubarnið hana Guðlaugu Sigurrósu um helgina Wink hún kom til mín á föstudag um kvöldmat og fór um 2 leitið á laugardeginum. Þetta gekk alveg skínandi hún var frekar vær hjá ömmu sinni. Svaf fyrst 2 tíma og vaknaði og fékk að drekka og svo sofnaði hún aftur rúmlega 12 og svaf til hálf átta. Ekkert mál. Mér kveið svoldið fyrir því hún hefur  verið frekar óróleg á kveldin en dúllan litla var sko bara góð við ömmu sína hehe. Síðan hafði það frést að hún væri hjá mér og María systir og krakkarnir hennar komu og kíktu. Gunni bró og Adda komu líka til að kíkja á prinsessuna. Og svo komu Kiddi og Magga og heimtuðu pönnukökur da, ég átti nú bara kleinur og lagtertu þannig að þau fóru fljótt hehe bara djók. Þau eru yndisleg og þökkum við kærlega fyrir þeirra heimsókn, alltaf gaman að fá þau LoL Síðan buðum við Gunnþóri og Önnu Maríu í kvöldmat og gláptum á vídeó á eftir bara gaman.

Dagurinn í dag er búin að vera góður, fallegt veður, fórum í langan göngutúr og svo er maður bara búin að vera að chilla. Fer svo á afmælisfund í kvöld Wink Hafið það gott þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Mig langar enn í pönnukökur Gunni þóttist vera meistarapönnukökugerðarsérfræðingur og auðvitað vildi maður smakka en nei nei Gunni náttúrulega kunni ekkert að baka pönnsur en ég veit að þú kannt það Kristín ég bíð bara þangað til í sumar þegar þú býður upp á pönnsur í flotta hjólhýsinu ykkar

Kristberg Snjólfsson, 18.11.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Margrét M

góðar kleinur sko- takk fyrir mig ..... pönnslur seinna

Margrét M, 19.11.2007 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband