3 hluti

Laugardagurinn var fagur, snjókoma og logn. Eftir staðgóðan morgunmat (ísskápurinn á bænum var virkilega troðfullur af mat) fór Selma með mig og Halldóru í gönguferð að skoða plássið meðan hinar dömurnar sváfu Sleeping Það er nú svoldið fallegt þarna á Breiðdalsvík en mér finnst nú Djúpivogur fallegri (trúlega er ég hlutdræg) en mér finnst þetta bara Wink . Ég fór svo með Kolbrúnu, Lilju og Helgu eftir hádegi hehe. Milli 5 og 7 var hægt að fara í heita pottinn og nýttum við Kolla okkur þann góða valkost og áttum við góða stund með fleira fólki, frábær stund Happy Nú var farið að gera sig fínan fyrir kveldið, ætluðum við að skreppa á Djúpavog og heimsækja Sigga Jóh. og Tenný, skoða svo bæinn og kíkja á ballið Wizard Þetta var bara frábært kvöld, höfðum klætt Jólasveininn úr jólasveinabúningnum og fært hann í jakkaföt og var hann líka glæsilegur þannig, tókum við hann með okkur sem ökumann þetta kveld. Kærar þakkir Jónast Bjarki hehe. Hjá Sigga Jóh. fengum við osta, sallöt og síld namminamm voða gott Wink Mikið var skeggrætt og ýmislegt rifjað upp svaka gaman. Hildur og Hafdís það var svvvvoooooooooooooo gaman þetta kvöld, mikið dansað mikið fjör. Hvað var þetta með Árna Jónsen hehe. Selma uppgefin frekar snemma, spurning hver sá um það hehe. og það var frekar þreyttur hópur sem renndi yfir á Breiðdalsvík rúmlega 3 en hresstist fljótlega þegar inn var komið og farið var að brasa með beikon, skinku og egg Tounge Kolla stóð sveitt við eldavélina Takk fyrir mig.    Þetta var frábær helgi og lögðum við í hann frá Breiðdalsvík um hálf 12 og vorum komin í menninguna aftur um hálf 8.  Selma takk fyrir frábærar móttökur (hef grun um að við höfum ekki verið nógu duglegar að tæma ísskápinn hehe )

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

það hefurverið nóg að gera þessa helgi hjá þér

Margrét M, 15.11.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Heldur betur og ekkert smá gaman

Kristín Jóhannesdóttir, 15.11.2007 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband